9 mánuðir er sjálfstætt starfandi heilsumiðstöð fyrir alla fjölskylduna. Eins og vænta má, bjóðum við uppá ýmsar meðferðir og námskeið fyrir konur og maka í barneigarferlinu en við bjóðum aðra fjölskyldumeðlimi einnig velkomna og höfum ýmislegt á boðstólum.
Við bjóðum uppá sónarskoðanir á meðgöngu, snemmsónar, tvívíddar- og þrívíddarsónar og stuttan 15 mínútna sónar.
Fyrir utan sónarskoðanir eru í boði ýmsar meðferðir svo sem almennt nudd, sogæða- og meðgöngunudd og námskeið, sem undirbúa verðandi foreldra fyrir foreldrahlutverkið. Námskeiðin sem í boði eru fæðingarfræðsla, brjóstagjafa- og tvíburanámskeið ásamt námskeiði í ungbarnanuddi.