Eigandi Snilldarinnar er Kristín Björnsdóttir, ACC-vottaður markþjálfi með sérhæfingu í ADHD. Hún beitir styrkleikamiðaðri nálgun sem byggir á aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar til að vinna með þær hindranir sem einstaklingar með ADHD glíma gjarnan við í daglegu lífi.
Kristín býður upp á einstaklingsmiðaða ADHD markþjálfun þar sem markmiðið er að hjálpa fólki að öðlast dýpri skilning á áhrifum ADHD á þeirra líf og þjálfa upp hagnýta færni. Meðal þess sem unnið er með eru atriði eins og skipulag, tímastjórnun og tilfinningastjórnun – allt með það að leiðarljósi að auka vellíðan, yfirsýn og sjálfsstjórn.
Kristín heldur einnig fyrirlestra og fræðslu fyrir vinnustaði, stofnanir og samtök. Þar má nefna:

Kristín Björnsdóttir er ACC-vottaður ADHD markþjálfi með gráðu frá ADD Coach Academy (ADDCA) í New York – viðurkenndri stofnun með vottun frá bæði ICF (International Coaching Federation) og PAAC (Professional Association for ADHD Coaches).
Hún er með MPM gráðu í verkefnastjórnun og BA gráðu í stjórnmálafræði og vinnusálfræði, sem endurspeglar breiðan grunn í mannlegum samskiptum, skipulagi og hvatningu.
Áður en hún hóf störf sem markþjálfi starfaði Kristín í meira en áratug í sjálfboðaliða- og menntageiranum. Hún hefur gegnt lykilhlutverkum á borð við:
Í þessum störfum byggði hún upp dýrmæta reynslu í rekstri, áætlunargerð, fjármálum og mannlegum samskiptum – bæði við innlenda og erlenda samstarfsaðila, opinberar stofnanir og ungmenni. Einnig hefur hún komið að þróun og kennslu fjölbreyttra námskeiða og fræðslu, meðal annars um fjölmenningarleg samskipti, mannréttindi og áhættustjórnun.
Í dag sameinar Kristín þessa víðtæku reynslu við markþjálfun og brennur fyrir því að styðja, fræða og valdefla ADHD samfélagið með markvissri ráðgjöf, námskeiðum og fræðslu.
Sjá nánari upplýsingar á eftirfarandi linkum:

