

Andrea er einn öflugasti langhlaupari Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Andrea sigraði Laugavegshlaupið 2021, 2022 og 2023 þar sem hún bætti brautarmet kvenna öll árin. Einnig sigraði hún Reykjavíkurmaraþonið 2022 í kvennaflokki og var sjötta í mark í heildina.
Þá er Andrea einnig íslandsmeistari í skíðagöngu. Samhliða þessum árangri hefur Andrea lagt stund á læknisfræði en í haust mun hún taka sér frí frá náminu og setja atvinnumennsku í hlaupum í forgang.
