
Velkomin á Bastel Föndurkaffi!
Hjá okkur getur þú slakað á í notalegu umhverfi, notið gómsætra veitinga og fengið útrás fyrir sköpunargáfuna með fjölbreyttu föndri.
Bastel Föndurkaffi er stofnað af okkur, Hönnu og Rannveigu, vinkonum með ástríðu fyrir handverki. Okkur fannst vanta stað þar sem fólk getur sameinast í fjölbreyttri sköpun, afslöppun og notalegheitum. Hér geturðu málað, prjónað eða prófað eitthvað nýtt!
Við viljum skapa hvetjandi samverustað fyrir fólk á öllum aldri og leggjum sérstaka áherslu á skjálausa samveru. Við trúum því að það sé dýrmætt að gefa sér tíma til að vera til staðar í augnablikinu, njóta nærveru hvers annars og tengjast í gegnum sköpun og samtal, án truflunar frá skjám.
Í Bastel Föndurkaffi er boðið upp á fjölbreytt föndurverkefni bæði á staðnum og til að taka með heim. Hægt er að föndra með kertamálun, taupokamálun, keramikmálun, strigamálun, vinna með kremgel og perlur ásamt ýmsu fleiru, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á föndur í mismunandi verðflokkum og af ýmsum getustigum og kynnum reglulega nýjungar sem okkur sjálfum þykir spennandi.
Með föndrinu fylgir notaleg stemning og gómsætar veitingar, við bjóðum upp á kaffi, te, kökur og annað góðgæti sem gerir heimsóknina enn notalegri.
Hvort sem þú ert að leita að skapandi stund með vinum, fjölskyldu eða bara sjálfum þér, komdu á Bastel Föndurkaffi og njóttu handverks, gleði og góðrar stemningar.
























