Er hárgreiðslumeistari og listförðunarfræðingur með þriggja áratuga reynslu að baki.
Begga starfaði í Borgarleikhúsinu í fjölda ára í hári og sminki ásamt því að vinna þar í Leikgervadeild.
Hún hefur starfað við fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta hér á landi og vann um tíma í Universal Studios í Hollywood.
Hefur séð um hár og förðun við fjöldan allan af tónlistarmyndböndum og tónleikum ásamt allskyns viðburðum.
Rak eigin hárgreiðslustofur frá 1992-2023 en einnig förðunarskólann MASK Makeup & Airbrush Academy frá 2013-2023 þar sem hún var skólastjóri og kenndi hár og förðun ásamt Airbrush, Sfx, leikhús- og kvikmyndaförðun.