
BK DECOR
Bóka þjónustu
BK DECOR
Innanhússstílisti

Begga Kummer
Ég heiti Begga Kummer og útskrifaðist sem innanhússstílisti (e. International Design and Decorating Professional) árið 2020.
Í kjölfarið stofnaði ég fyrirtækið BK DECOR og eru meginverkefni mín stílisering rýma á heimilum og fyrirtækjum ásamt því að stílisera sýningaríbúðir fyrir sölu.
Ég veiti almenna innanhússráðgjöf sem er allt frá innanhússkipulagi, litavali, lýsingu, gólfefnavali, húsgögnum, gluggatjöldum, skrautmunum og fleira.
Ef þörf krefur þá yfirfæri ég rými yfir í tví- og þrívídd þar sem þú getur séð sjónrænt hvernig rýmið myndi líta út eftir breytingar.
Einnig býð ég upp á að sjá um allt ferlið til enda, en þá fer ég í verslanir og vel húsgögn og fylgihluti og kem þeim á áfangastað ásamt því að stílisera.

Fyrirtækjaþjónusta

Einstaklingsþjónusta
