

Camilla Rut
Camilla Rut hefur um árabil verið stór áhrifavaldur á íslandi og starfað sem markaðssérfræðingur. Hún hefur einnig búið til sína eigin vörulínu, með góðum árangri.
Camilla var með þeim fyrstu sem gerði áhrifavalda starfið að fullu starfi, ég vann við það í hinum ýmsu verkefnum í rúm átta ár. Á þeim tíma öðlaðist hún mikla innsýn og djúpa þekkingu á samfélagsmiðlum sem og skilninginn á svokallaðri sögusköpun í markaðsstarfi vörumerkja.
Camilla Rut hefur haldið fjölda fyrirlestra um stafræna markaðssetningu, vörumerkjavitund og efnisgerð á samfélagsmiðlum fyrir vinnustaði, stofnanir og einstaklinga. Hún deilir þekkingu sinni á því hvernig fyrirtæki geta nýtt samfélagsmiðla til að styrkja tengsl sín við viðskiptavini og auka sýnileika sinn á miðlunum.
Í dag er Camilla verkefnastjóri markaðsmála hjá Aranja, rekur Pizza107 með unnasta sínum og aðstoðar fyrirtæki við að efla markaðsþekkingu sína á stafrænum miðlum.

Ráðgjöf

Fyrirlestrar
