
Endurafit
Bóka þjónustu
Staðsetning

Daði Freyr
Ég heiti Daði Freyr. Ég trúi því að hver sem er geti tekið ákvörðun um að gera betur, og hlaup eru fullkominn vettvangur til þess. Þau hjálpa þér að byggja bæði hörku og skynsemi og kenna þér að njóta sigra, læra af mistökum og brosa í gegnum það allt saman.
Ég byrjaði að hlaupa 2018 og hoppaði þá beint í Maraþon. Þegar ég sá að ég gat klárað það fékk ég meiri áhuga á að hlaupa hraðar og núna finnst mér skemmtilegasta áskorunin að bæta tímana mína í 5km upp í 42km.
Síðan ég byrjaði að þjálfa hef ég unnið með yfir 250 hlaupurum. Allt frá því að hjálpa fólki að komast sína fyrstu 5km upp í að hlaupa sub-3 Maraþon og 130km í bakgarðinum.
