
Velkomin á Fótasetrið! Ég er með aðstöðu á stofunni Anna Sherbakova - Beauty Medical Center á La Zenia svæðinu á Alicante!
Ég meðhöndla ýmis fótavandamál, m.a., inngrónar táneglur, líkþorn, vörtur, sveppaneglur, sprungna hæla, þykkar eða aflagaðar neglur.
Einnig er hægt að fá ráðleggingar hvað varðar fótskekkju og liðbreytingar á tám.
Sumir sjúkdómar, svo sem sykursýki, slagæðasjúkdómar eða taugaeinkenni (t.d. taugaskemmdir), geta valdið alvarlegum fylgikvillum í neðri útlimum og fótum.
Skjólstæðingar með slíka kvilla ættu að vera undir reglulegu eftirliti hjá fótaaðgerðafræðingi.

