
INSHAPE - Gerða

Gerða
Gerða er íþrótta- og heilsufræðingur að mennt með BSc gráðu í íþróttafræðum og MEd í heilsuþjálfun og kennslu frá HR. Einnig er hún með einkaþjálfara réttindi og hefur lokið dómaranámskeiðum í fimleikum.
Um langt skeið hefur Gerða starfað sem einka- og hóptímaþjálfari, bæði í World Class og Mjölni. Auk þess hefur hún haldið námskeið fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður.
Í dag er Gerða hóptímaþjálfari INSHAPE í Silfra Spa á Hótel Íslandi en auk þess heldur hún vinsæla heilsutengda viðburði.
Gerða er hönnuður INSHAPE vörumerkisins sem er meðal annars sérhannað æfingakerfi fyrir konur, vörur, ferðir og viðburði.
Allt sem viðkemur heilsu er ástríða Gerðu. Hún hefur gaman af því að fara út fyrir ramman og hikar ekki við að breyta og prófa nýja hluti er viðkoma æfingum og almennri heilsu. Hún leggur mikla áherslu á að hafa skemmtilegt og stuðla þannig að jákvæðu hugarfari gagnvart hreyfingu.

Námskeið

Ráðgjöf


















