Guðmundur Örn, golfkennari hjá Nesklúbbnum, býður upp á einstaklingsmiðaða golfkennslu og styrktarþjálfun fyrir kylfinga á öllum getustigum.
Með víðtæka menntun í íþróttafræðum og langan feril í þjálfun og kennslu, leggur Guðmundur áherslu á að hjálpa kylfingum að ná sínum markmiðum, óháð getustigi eða fyrri reynslu.
Kennslan er sérsniðin að þínum þörfum og fer fram með fjölbreyttum þjálfunarleiðum við bestu mögulegu aðstæður.