
Heiður Ósk
Förðunarfræðingur

Heiður Ósk Eggertsdóttir
Heiður Ósk Eggertsdóttir er eigandi Reykjavík Makeup School og stofnandi/eigandi HI beauty. Heiður er viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur að mennt. Hún útskrifaðist úr Háskóla Íslands með Bs gráðu í viðskiptafræði árið 2016 og með diplóma í förðunarfræði við Reykjavík Makeup School árið 2017.
Heiður Ósk ásamt Ingunni Sig myndar dúoið HI beauty. HI beauty er miðill sem fjallar um allt snyrtitengt og er á skömmum tíma orðinn einn stærsti snyrtitengdi samfélagsmiðill landsins en HI beauty festi einnig kaup á Reykjavík Makeup School árið 2021.
HI beauty hafa komið víða við í sínum fyrirtækjarekstri og hafa blandað saman viðskiptafræði grunni sínum við förðunarheiminn og fjölmiðla.
Heiður og Ingunn eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins sem eru vefþættir og hafa þær gefið út tvær seríur af þáttunum á mest lesna vefmiðli landsins, Vísir.is Einnig hafa HI beauty verið pistlahöfundir hjá Lífinu á Vísir.is og haldið úti sínu eigin podcasti, The HI beauty podcast.
Árið 2022 fengu Heiður og Ingunn þann heiður að vera aðal álitsgjafar/dómarar í þáttunum Make up sem komu út í Sjónvarpi Símans árið 2022.
Heiður hefur verið einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins og hefur tekið að sér fjölda ólíkra verkefna í gegnum árin en sérhæfir sig núna í brúðkaupum og förðunum fyrir sérstök tilefni.
Markmið Heiðar er að halda kennslu Reykjavík Makeup School persónulegri og í takt við nútímann ásamt því að miðla þeirri reynslu sem hún hefur náð sér í við gerð efnis á hinum ýmsu netmiðlum til nemenda sinna.

Förðun

Brúðarförðun
