Hjörvar Sigurgeirsson hefur starfað sem Naprapat bæði á stofu og með íþróttaliðum síðan hann útskrifaðist úr Naprapat Háskólanum í Stokkhólmi í janúar 2023 eftir fjögurra ára nám. Hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hreyfingu og almennri heilsu og byrjaði snemma að læra um líkamann og þjálfun í íþróttadeild VMA. Hjörvar hefur starfað við styrktar og einkaþjálfun, þjálfun yngri flokka í fótbolta, og sem nuddari. Einnig hefur hann unnið sér inn réttindi í Dry-needling, nuddi og einkaþjálfun.