

Ástrós Helga Hilmarsdóttir Hólm
Heilsa hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Ég hef lengi fundið mikla ánægju í því að hreyfa mig og næra mig vel. Líkt og margir hef ég þó mætt áskorunum í mínu eigin heilsuferðalagi , bæði andlegum og líkamlegum. Sú reynsla hefur kennt mér að árangur snýst ekki um fullkomnun, heldur raunhæfa nálgun og jafnvægi.
Í dag styð ég fólk við að finna sinn eigin takt, byggja upp heilbrigðan líkama og bæta tengsl sín við hreyfingu, mat og líkamsímynd. Ég legg áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun sem tekur mið af raunveruleikanum, því lífið snýst ekki bara um matarplön og æfingar. Þjálfunin þarf að vinna með þér, ekki á móti þér.
Ég held reglulegri og náinni tengingu við skjólstæðinga mína og styð þau áfram. Hvort sem þú ert að taka fyrstu skrefin eða ert komin vel á veg, þá er ég tilbúin að ganga leiðina með þér.
Þjónustur

Einkaþjálfun- Stakt skipti

Einkaþjálfun – 4 til 12 skipti á mánuði

Semí einkaþjálfun 2–4 saman

Næringarþjálfun

Næringarþjálfun & Fjarþjálfun

Elite Plan
