
Hulda Margrét
Ljósmyndari

Hulda Margrét
Hulda Margrét er faglærður ljósmyndari með meistarapróf frá Tækniskólanum og hef áralanga reynslu af faglegri ljósmyndun. Auk þess er hún menntaður viðskiptafræðingur og hefur unnið mikið í markaðssetningu, þar á meðal með markaðsteymum að því að skapa áhrifaríkt efni – ljósmyndir, grafík og myndbönd sem grípa athygli og skila árangri.
Hún leggur mikla áherslu á faglega og persónulega þjónustu þar sem markmiðið er að láta öllum líða vel fyrir framan myndavélina. Með því að skapa afslappað og öruggt umhverfi nær hún fram einstökum hliðum hvers og eins og fanga augnablik sem segja sína sögu. Hvort sem um ræðir persónulegar portrettmyndir, fjölskyldumyndir eða stóru stundir lífsins eins og fermingar, brúðkaup eða meðgöngu, þá leggur Hulda Margrét metnað í að skapa myndir sem varðveita tilfinningar og tengsl.
Vönduð vinnubrögð eru í fyrirrúmi, bæði í myndatökunni sjálfri og í eftirvinnslunni. Hún er ávallt með nýjustu tæknina og vinnur með hágæða búnað til að tryggja bestu mögulegu útkomu fyrir viðskiptavini sína. Hulda Margrét hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og miðlað þekkingu sinni áfram til næstu kynslóða ljósmyndara með því að hafa nema hjá sér.
Sambland af ljósmyndun og viðskiptafræðimenntun gefur henni dýrmætan skilning á því hvernig myndefni getur styrkt ímynd einstaklinga og fyrirtækja. Þannig getur hún veitt markvissa ráðgjöf og skapað efni sem ekki aðeins er fallegt heldur einnig áhrifaríkt.
Hulda Margrét er staðsett á höfuðborgarsvæðinu og tekur að sér fjölbreytt ljósmyndaverkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar og/eða til að bóka myndatöku.

Fjölskyldumyndataka - Fermingar - Brúðkaup - Stúdent - Ólettumyndir

Starfsmannamyndir - Vörur - Fréttatilkynningar - Viðburðir - Ráðstefnur

Markaðsefni - Auglýsingar

Portrait
























