Hundasnyrting Ellenar er staðsett á hundasnyrtistofunni Fía Sól á norðlingarbraut 4.
Ellen hefur alveg frá því að hún man eftir sér haft brennandi áhuga á dýrum, sérstaklega hundum. Sú ástríða leiddi hana á þá braut að læra hundasnyrtingu og -þjálfun. Hún er IACP vottaður hundaþjálfari og leggur áherslu á sýningaþjálfun og árangursríkar aðferðir.
Markmið hennar eru að hver hundur fái bestu mögulegu meðhöndlun í rólegu og öruggu umhverfi.