Ég býð upp á:
- Sérhannaða öndunar tíma sem styðja við þá yoga iðkun sem þið nú þegar bjóðið.
- Reglulega eða staka viðburði eftir samkomulagi.
Ég legg áherslu á fagmennsku, öryggi og góða umgjörð þar sem öllum líður vel. Samstarfið mun styðja við það góða starf sem þið þegar vinnið og skapa nýja, spennandi vídd í starfsemi ykkar.

Kristján Ársæll Jóhannesson
Ég hef verið leitandi á andlega sviðinu undanfarin ár og hef prófað ýmislegt til dæmis ýmiskonar tónheilanir, KAP, yoga, yoga nidra, ljósgjafir og“sweat“ athafnir og fékk að kynnast öndunartækni 2022.
Strax frá fyrsta tíma vissi ég að þetta var eitthvað sem ég vildi tileinka mér og fá að kynna þetta ótrúlega öfluga verkfæri fyrir sem flestum.
Ég fór í nám til að öðlast réttindi til að bjóða upp á öndunarferðalög og útskrifaðist í gegnum Breath Masters 18. júní 2024 og hef fengið að leiða fjöldann allan af fólki í gegnum öndun síðan þá. Ég er að leita eftir spennandi samstarfi við þá sem vilja efla starfsemi sína og veita iðkendum sínum nýjar, djúpar og nærandi upplifanir í gegnum öndun.
Hjartanlega velkomin í öndunarferðalag með mér.