Kæru viðskiptavinir,
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna opnun Rakarastofu GK.
Rakarastofa þar sem fagmennska og persónuleg þjónusta er í forgrunni.
Hjá Rakarastofu GK leggjum við ríka áherslu á vandað handverk, gæðavörur og notalegt andrúmsloft. Markmið okkar er að hver viðskiptavinur upplifi framúrskarandi þjónustu og fari frá okkur ánægður og hugsi sig ekki tvisvar um hvar hann á að bóka næst.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna og tökum einstaklega vel á móti nýjum sem og eldri viðskiptavinum. Hvort sem þú sækist eftir klassískri herraklippingu eða nútímalegri stíl, þá erum við hér til að uppfylla þínar óskir.
Við hlökkum til að taka á móti þér og byggja upp traust og langtímasamband við ykkur
Virðingarfyllst,
Rakarastofa GK
Fagmennska • Þægindi • Gæði


