
Ingunn Sigurðardóttir
Förðunarfræðingur

Ingunn Sigurðardóttir
Ingunn Sigurðardóttir er eigandi Reykjavík Makeup School og stofnandi/eigandi HI beauty. Ingunn er viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur að mennt. Hún útskrifaðist úr Háskóla í Reykjavík með Bs gráðu í viðskiptafræði árið 2018 og með diplóma í förðunarfræði við Mood Makeup School árið 2014.
Ingunn Sig ásamt Heiði Ósk myndar dúoið HI beauty. HI beauty er miðill sem fjallar um allt snyrtitengt og er á skömmum tíma orðinn einn stærsti snyrtitengdi samfélagsmiðill landsins en HI beauty festi einnig kaup á Reykjavík Makeup School árið 2021.
HI beauty hafa komið víða við í sínum fyrirtækjarekstri og hafa blandað saman viðskiptafræði grunni sínum við förðunarheiminn og fjölmiðla.
Ingunn og Heiður eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins sem eru vefþættir og hafa þær gefið út tvær seríur af þáttunum á mest lesna vefmiðli landsins, Vísir.is Einnig hafa HI beauty verið pistlahöfundir hjá Lífinu á Vísir.is og haldið úti sínu eigin podcasti, The HI beauty podcast.
Árið 2022 fengu Ingunn og Heiður þann heiður að vera aðal álitsgjafar/dómarar í þáttunum Make up sem komu út í Sjónvarpi Símans árið 2022.
Ingunn Sig hefur verið einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins og hefur tekið að sér fjölda ólíkra verkefna í gegnum árin, hún sá meðal annars um að búa til sýnikennslu myndbönd fyrir Beautybox snyrtivöruverslun árið 2019-2020.
Í dag sérhæfir Ingunn sig í editorial förðun og hefur það markmið að veita persónulega kennslu og hvetja nemendur að hugsa út fyrir kassann og finna sinn eigin listamann.

Förðun

Brúðarförðun
