
Kjarkur Ráðgjöf
Kjarkur ráðgjöf er ráðgjafafyrirtæki sérhæfir sig í vinnuvernd. Við byggjum á áralangri og fjölbreyttri reynslu á því sviði og hugum bæði að líkamlegri og sálfélagslegri vinnuvernd. Á bakvið Kjark ráðgjöf standa Berglind Björk Hreinsdóttir og Harpa Þrastardóttir.
Kjarkur ráðgjöf bíður upp á alhliða ráðgjöf og fræðslu á sviði vinnuverndar svo sem mannauðsmála, stjórnunar, EKKO mála, gæðamála, umhverfismála og öryggis- og heilsumála. Allt eru þetta þættir sem fyrirtæki þurfa að huga að til þess að stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækfæri til að vaxa. Að auki bjóðum við upp á markþjálfun sem hentar einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja ná auknum árangri í lífi og starfi. Við nýtum einnig tól markþjálfunar í fræðslu og vinnu með stjórnendum og teymum.
Kjarkur bíður upp á vinnustaðagreiningar, svo sem vegna samskipta- og EKKO mála og aðstoðar fyrirtæki við áhættugreiningar og aðgerðaáætlanir. Við getum einnig verið hlutlausi aðilinn ykkar ef upp koma EKKO mál á vinnustaðnum.
Berglind er með gráður í sálfræði, mannauðsstjórnun, MPM og ICF markþjálfi. Hún hefur veigamikla reynslu af mannauðsstjórnun og ráðgjöf auk þess að hafa starfað lengi sem stjórnendamarkþjálfi. Hún hefur leitt stefnumótun og innleitt ferla sem bæta vinnustaðamenningu og auka starfsánægju. Hún er sérhæfð í áfallastjórnun, vinnustaðagreiningum með áherslum á EKKO og sáttarmiðlun.
Harpa er iðnaðarverkfræðingur MSc og ICF markþjálfi. Hún hefur starfað sem umhverfis-, öryggis- og gæðastjóri hjá verktaka- og framleiðslufyrirtæki og stýrt sviði sem bar ábyrgð á gæða- og tæknimálum á opinberri stofnun. Harpa hefur mikla reynslu af kennslu og fyrirlestrahaldi og hefur haldið fyrirlestra bæði innanlands og utan.

Hvar erum við?
Heimilisfang
Opnunartímar
