
Kría fargufa er 6 manna fargufa staðsett við bryggjuna í Gufunesi. Hægt er að bóka pláss fyrir 1-6 manns í einu í almenna gufu sem veitir aðgang að er Kríu fargufu í eina klukkustund. Einnig er hægt að bóka einkagufu fyrir hópa utan auglýstra opnunartíma.
Fyrirmynd Kríu fargufu er finnsk sánaböð (í sundfötum þó), þar sem hver og einn gestur nýtur gufunnar á sínum forsendum. Gufan er þurrgufa og hitastigið ca. 75-95 gráður að jafnaði. Kría fargufa er ekki með leiddar sánur eða sánugús, hvorki í almennri gufu né einkagufum. Gufugestgjafi tekur á móti gestum við komuna til Kríu fargufu og veitir upplýsingar um aðstöðuna og fyrirkomulagið. Gestir eru útaf fyrir sig í gufunni en gufugestgjafi er fyrir utan gufuna, sér um að bæta við eldivið og er alltaf til taks fyrir gesti.
Kría fargufa er með búningsherbergi fyrir framan gufuna þar sem gestir geta skipt um föt fyrir og eftir gufu og geymt eigur sínar.
Á vefsíðu Kríu fargufu er að finna nánari upplýsingar og ýmsan fróðleik um ávinning gufubaða og einnig bókunar- og viðskiptaskilmálar Kríu fargufu og reglur Kríu fargufu.


























