
Krissý ljósmyndastúdíó

Krissý Ljósmyndari
Kristín Þorgeirsdóttir eða Krissý eins og hún er oft kölluð hefur rekið Krissy ljósmyndastúdíó frá árinu 2007.
Krissý er einstaklega fær á sínu sviði og hefur verið áberandi fyrir verkefni sín.
Hún er sérstaklega vinsæl þegar kemur að myndatökum fyrir ungabörn, börn, meðgöngu, brúðkaup, fermingar, stúdenta auk fjölda annarra tilefna.
Krissý lauk sveinsprófi sem ljósmyndari 1993 í Reykjavík og BA prófi sem listaljósmyndari frá Arizona State University árið 2000. Strax að loknu sveinsprófi hóf Krissý störf hjá Kópavogsbæ sem ljósmyndari, hún starfaði þar einnig um tíma eftir nám eða til 2007.
Einnig hefur hún lokið stjórnunarnámi frá IMPRU og tekið þátt í samsýningum hér- og erlendis.
Ljósmyndun er meira en bara myndataka. Hún er listin að fanga augnablik, tilfinningar og sögur sem lifa að eilífu. Með nákvæmni, sköpunargleði og auganu fyrir smáatriðum fangar Krissý einstaka fegurð hvers augnabliks og breytir því í tímalausa minningu.

Fermingarmyndataka

Ungbarnamyndataka

Myndataka

Studio myndataka
























