
Kristinn Orri
Einkaþjálfari og Nuddari

Kristinn Orri
Kristinn Orri útskrifaðist af Íþrótta- og Náttúrufræðibraut við Fjölbrautarskólann í Garðabæ 2015. Þaðan lá leið hans í Háskóla Íslands þar sem hann stundaði nám við Íþrótta- og Heilsufræðideild HÍ í tvö ár.
Í dag er hann á síðustu metrunum að klára nám í heilsunuddi við Fjölbrautarskólann í Ármúla.
Kristinn Orri starfar sem einkaþjálfari í Sporthúsinu Kópavogi ásamt því að vera aðalnuddari Meistarflokks karla í knattspyrnu hjá Breiðablik. Hann býður upp á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem áhersla er lögð á jákvæða og uppbyggjandi orku í takt við markvissar styrktaræfingar með það að markmiði að koma sér í jafnvægi bæði andlega og líkamlega. Með því að tvinna saman styrktar- og öndunaræfingum, góðum teygjum, markvissri hugarfars- og kuldaþjálfun, fjölbreyttri útiveru ásamt heilsunuddi þá staðfestir hann að árangur muni nást ef vilji er fyrir hendi.
Kristinn Orri hefur yfir 10 ára reynslu í styrktar- og kraftlyftingaræfingum. Hann hefur á rúmum 10 árum helgað stórum hluta af lífi sínu í að prófa sig áfram með ýmsar nálganir tengt styrktar-og kraftlyftingum, mataræði og andlegri og líkamlegri heilsu.
Kristinn Orri rekur að auki sína eigin heilsunuddstofu Heilar hendur meðfram ofangreindum störfum. Heilsunuddstofan Heilar hendur býður upp á fjölbreytt heilsunudd ásamt heildrænni meðferð á líkama og sál. Stofan er staðsett í Elite Þjálfun í Tónahvarfi 3, Kópavogi.

Einkaþjálfun

Nudd
