
Logi Geirsson
Ráðgjöf, fyrirlestrar & þjálfun

Logi Geirsson
Logi Geirsson sameinar hér á markaðstorgi Sinna þær þjónustur sem hann hefur boðið uppá síðustu ár.
Hann veitir heilsuráðgjöf, ásamt því að bjóða uppá fyrirlestra, ráðgjöf við markaðssetningu og almannatengsl.
Logi er fyrrum atvinnu- og afreksíþróttamaður í handbolta og spilaði fyrir íslenska landsliðið. Hann er handhafi fálkaorðunnar, verðlaunahafi á Ólympíuleikum, tvöfaldur Evrópumeistari og Íslandsmeistari.
Logi er menntaður viðskiptafræðingur og ÍAK þjálfari. Hann er þaulvanur fyrirlesari og hefur haldið yfir 100 fyrirlestra síðustu 15 ár, vítt og breytt um landið.
Í fyrirlestrum sínum fjallar Logi meðal annars um sjálfstraust, sjálfsmynd, hugarfar, markmiðasetningu og mataræði. Auk þess fer hann yfir leiðir sem eru til þess fallnar að hámarka árangur svo eitthvað sé nefnt.
Fyrirlestrarnir eru sniðnir í takt við áherslur og áhorfendur hverju sinni og er frábær kostur fyrir vinnustaði, íþróttafélög, skóla, sérsambönd, félagsmiðstöðvar o.fl.
Síðastliðinn áratug hefur Logi þjálfað fólk á öllum aldri með það að leiðarljósi að hjálpa því að bæta lífsstíl sinn.
Einnig býr hann yfir áratuga reynslu úr fjölmiðlum. Hefur komið að gerð þátta, hlaðvarpa og fleira á helstu ljósvakamiðlum landsins t.d. RÚV, Stöð 2, Morgunblaðinu, Símanum og Hringbraut.
























