Útskrifaðir nemendur frá skólanum eru yfir 900 og hefur skólinn tekið sér stall sem leiðandi skóli í menntun til förðunarnáms á Íslandi.
Eigendur Reykjavík Makeup School eru Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir. Þær hafa áralanga reynslu á fjölbreyttum sviðum förðunargeirans ásamt reynslu í fyrirtækjarekstri.
Reykjavik Makeup School leggur mikla áherslu á metnað, fjölbreytta og persónulega kennslu og vönduð vinnubrögð. Allir kennarar skólans hafa mikla reynslu á sínum sviðum, hafa lokið förðunarnámi hérlendis/erlendis og setið framhaldsnám í förðun.