
Sána er talin hafa góð áhrif á vöðva, liði og æðakerfi ásamt því að veita slökun og bæta svefn. Svo er bæði gaman og gott að stunda sánu.
Gusan samanstendur af þremur fimmtán mínútna gusum og pásum á milli. Inn í gufunni er góður hiti og góð tónlist og svolítil ilmupplifun. Alveg upplagt að dýfa sér í sjóinn á milli lota til að fá enn meira kikk - en alls engin skylda!
Láttu líða úr þér í hitanum og njóttu tónlistarinnar og ilmsins.
Á sumrin er engin skipti- eða sturtuaðstaða svo gestir eru hvattir til að koma á sloppnum/handklæðinu í sundfötunum innanundir. En á veturna höfum við aðstöðu í Nökkva. Gott að hafa með inniskó í pásunum milli lotanna þriggja og vatnsbrúsa og handklæði til að sitja á.
Gusan tekur rúman klukkutíma og gott er að mæta tímanlega. Eyrnalokka og hálsmen er gott að fjarlægja vegna hitans. Muna að drekka vel af vatni eftir gufubaðið. Vatn og saltað snakk í boði í pásunum
Þeir sem eiga klippikort bóki tíma í gegnum skilaboð á Sánuvagn Mæju fbsíðunni og eins þeir sem vilja kaupa einkagusu























