
Teitur Arason
Einkaþjálfari

Teitur Arason
Teitur Arason er íþrótta- og heilsufræðingur frá HR og hefur starfað sem einkaþjálfari í World Class Laugum í rúman áratug.
Hann býður upp á þjálfun sem leggur áherslu á vöðvauppbyggingu, fitubrennslu, styrktaraukningu, sprengikraftsþjálfun eða einfaldlega almenna líkamsrækt í þeim tilgangi að auka bæði andlega og líkamlega vellíðan með auknum lífsgæðum og langlífi að leiðarljósi.
Teitur er sjálfur þrefaldur Íslandsmeistari í fitness og hefur stundað lyftingar af ástríðu frá unglingsárum. Síðustu ár hefur hann blandað styrktarþjálfun meira saman við þolþjálfun og keppt m.a. í hjólreiðum og hlaupum og leggur áherslu á að blanda mismunandi æfingaraðferðum saman á réttan máta.
Hann leggur mikið upp úr einstaklingsmiðuðum æfingum þar sem þjálfunin er sniðin að þörfum hvers einstaklings í gegnum fjölbreyttar og markvissar æfingar.

Einkaþjálfun

Hópþjálfun


















