
VÖLVA sánagusa lúrir í birkiskógi við Álatjörn í fólkvangnum einkunnum til norðurs við Borgarnes.
Hægt er að bóka pláss fyrir allt að 10 manns í almenna gusu en einnig er hægt að bóka sérsniðnar einkagusur fyrir utan almenna auglýsta tíma. Gusu athöfnin er leidd af gusumeistara sem hver er með sína nálgun athöfnina en vinna með samspil milli hita og kælingar, tónlistar, ilmkjarnaolía og öndunar. Gusa er 3 lotur sem hver um sig er 12-15 mín með kælingu og hressingu inn á milli.
Gufan er viðarkynnt þurrgufa og hitastigið er ca 75 – 90c að jafnaði. Gestir njóta þessa að dvelja í tengingu við náttúruna með útsýni yfir Álatjörn og skóginn úr gufunni.
Ekki eru búningsherbergi eða salerni og eru gestir því hvattir til að koma í sundfötum, slopp og inniskóm í tímann.



