Notkunarskilmálar – Sinna markaðstorg
1. Almennt
Sinna er markaðstorg sem rekið er af Dineout ehf., kt. 460217-0910, Katrínartúni 1, 105 Reykjavík (hér eftir ”Dineout”). Sinna markaðstorgið tengir notendur við sjálfstætt starfandi þjónustuaðila eða seljendur vara á sviði heilsu, útlits og vellíðunar (hér eftir nefndir "samstarfsaðilar"). Markaðstorgið gerir notendum kleift að bóka tíma, kaupa gjafabréf, nýta sér tilboð og versla vörur í gegnum sjálfstætt starfandi þjónustuaðila á sviði heilsu, útlits og vellíðunar.
Með því að nýta þjónustu Sinna, þar á meðal að bóka þjónustu eða kaupa vöru í gegnum Sinna markaðstorg, samþykkir þú þessa skilmála og viðurkennir að Dineout er eingöngu rekstraraðili og milliliður fyrir markaðstorgið. Dineout er ábyrgt fyrir að veita notendum virkan og öruggan vettvang til að finna og bóka þjónustu, ásamt því að auðvelda samskipti og viðskipti milli notenda og samstarfsaðila. Samningur um kaup á vöru eða þjónustu myndast ávallt beint á milli notanda og viðkomandi samstarfsaðila. Dineout er hvorki seljandi vörunnar né þjónustuveitandi þjónustunnar sem er auglýst á markaðstorginu.
Samstarfsaðilar bera eina og fulla ábyrgð á þeim vörum og þjónustu sem þeir bjóða, þar á meðal gæðum, innihaldi, framkvæmd og afhendingu. Spurningar, kvartanir eða ágreiningur varðandi keypta vöru eða þjónustu skal beint til viðkomandi samstarfsaðila.
Ef þú ert ekki samþykk/ur þessum bókunarskilmálum, eða öðrum viðeigandi skjölum og þeim takmörkum sem kynnt eru í tengslum við notkun markaðstorgsins, er þér óheimilt að nota Sinna markaðstorg.
 
2. Samningssamband og ábyrgð
Þegar þú bókar tíma eða kaupir vöru í gegnum Sinna markaðstorgið, stofnast beint samningssamband mill þín og viðkomandi samstarfsaðila. Hvorki Sinna né Dineout er aðili að því samningssambandi og bera enga ábyrgð á framkvæmd eða efndum þess samkomulags.
Samstarfsaðilinn ber m.a. fulla ábyrgð á eftirfarandi atriðum:
- Gæðum, framkvæmd og öryggi þjónustu eða vöru.
- Réttum afhendingum og upplýsingagjöf um þjónustu eða vöru.
- Skilmálum varðandi afbókanir, breytingar, endurgreiðslur og aðrar skilmálabreytingar.
3. Gjafabréf og afslættir
Gjafabréf sem eru í boði í gegnum Sinna markaðstorgið eru gefin út af viðkomandi samstarfsaðila. Sama á við um afslætti og tilboð, þau eru veitt á ábyrgð og forræði þess samstarfsaðila sem stendur að tilboðinu.
Hvorki Sinna né Dineout bera ábyrgð á gildistíma, efndum eða nýtingu slíkra gjafabréfa eða afslátta. Ef samstarfsaðilinn lokar, verður gjaldþrota eða veitir ekki að öðrum ástæðum þjónustuna eða vöruna, bera hvorki Sinna né Dineout ábyrgð á endurgreiðslu, bótum eða úrbótum.
4. Vörusala í gegnum Sinna markaðstorg
Samstarfsaðilar geta einnig selt vörur í gegnum markaðstorgið Sinna. Í því sambandi er bent á að Sinna og Dineout starfa eingöngu sem stafrænir milliliðir og veita markaðstorg sem tengir notendur við sjálfstætt starfandi þjónustuaðila og seljendur. Þar sem Sinna og Dineout eru einungis milliliðir í viðskiptum milli notenda og samstarfsaðila, og koma hvorki að viðskiptunum sjálfum né greiðslum til þjónustuaðila eða seljenda, bera þau enga ábyrgð á eftirfarandi:
- Vörunum sem seldar eru í gegnum markaðstorgið.
- Upplýsingum, myndum eða lýsingum vöru.
- Afhendingu, sendingartíma eða afhendingartruflunum.
- Göllum, tjóni eða óánægju með keyptar vörur.
- Endurgreiðslum, skiptum eða þjónustu við kaupanda.
Því ábyrgjast Sinna og Dineout hvorki gæði, öryggi né lögmæti þeirrar þjónustu eða vöru sem veitt er, né annað sem leiðir af samskiptum eða samningum milli þín og samstarfsaðila.
Verði þú var við ólögmæta þjónustu og/eða vörur til sölu á markaðstorgi Sinna, eða hefur verið afhent slíka vöru skal tilkynna slíkt með upplýsingum um seljanda/þjónustuveitenda og vöruna svo hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana.
5. Skyldur samstarfsaðila
Hver samstarfsaðili á Sinna markaðstorginu rekur sitt eigið svæði innan markaðstorgsins þar sem neytendur kaupa þjónustu eða vörur beint frá viðkomandi aðila. Samstarfsaðilar sem nýta Sinna markaðstorgið til að selja þjónustu og vörur bera fulla ábyrgð á því að nota eigin reikninga og kerfi á öruggan hátt og að virða persónuvernd við meðferð þeirra upplýsinga sem þeir sjálfir safna eða meðhöndla. Í þessu felst m.a.:
- Að tryggja aðgangsstýringu og gagnaöryggi á eigin svæði á markaðstorginu.
- Meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga séu í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
- Að tryggja að markaðssamskipti og vefverslun séu lögleg og fagleg.
- Að uppfylla samningsskuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum, hvort sem um er að ræða þjónustu eða vörusölu.
Sinna og Dineout bera ábyrgð á öryggi upplýsingakerfa og innviða markaðstorgsins í samræmi við lög nr. 78/2019 um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða, sbr.2. mgr. 2. gr. laganna. Samstarfsaðilum ber þó að tryggja að þeir nýti þjónustuna á öruggan og lögmætan hátt og að markaðssamskipti, vefverslun og efndir gagnvart viðskiptavinum séu í samræmi við gildandi lög.
6. Markaðssamskipti og tengiliðaupplýsingar
Við bókun, pöntun og nýtingu á þjónustu eða kaup á vöru í gegnum Sinna markaðstorg er Sinna og þeim samstarfsaðila sem þú bókar hjá eða verslar við, heimilt að nota tölvupóstfang þitt í markaðslegum tilgangi, svo sem til að senda tilboð eða kynningarefni.
Sinna og samstarfsaðilum sem þú hefur verslað hjá er heimilt að senda þjónustutengdar áminningar eða tilkynningar í gegnum tölvupóst. Með því að haka við sérstakan reit við bókanir á heimasíðu Sinnu gefur þú samþykki fyrir eftirfarandi:
- Sinna og samstarfsaðilum sem þú hefur verslað hjá er heimilt að senda þér þjónustutengdar áminningar eða tilkynningar í gegnum SMS, s.s. upplýsingar um bókanir, afhendingu eða aðrar mikilvægar uppfærslur.
- Sinna og viðkomandi samstarfsaðili mega senda þér markaðsefni í gegnum SMS, s.s. tilboð og kynningar sem tengjast þjónustu eða vörum þeirra o.s.frv.
Þú getur afskráð þig frá þessum tilkynningum hvenær sem er og án kostnaðar. Til að afskrá þig frá tölvupóstsendingum er hægt að smella á afskráningarhlekk neðst í hverjum tölvupósti. Til að afskrá þig frá SMS-skilaboðum er hægt að fylgja leiðbeiningum sem gefnar eru í skilaboðunum. Einnig er alltaf hægt að hafa beint samband við Sinna, Dineout eða viðkomandi samstarfsaðila til að óska eftir afskráningu úr póstlista eða SMS-skilaboða.
Dineout, Sinna og samstarfsaðilinn bera hvor um sig ábyrgð á því að öll markaðssetning og samskipti við þig séu í samræmi við gildandi lög og reglur, einkum lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og lög nr. 70/2022 um fjarskipti.
7. Persónuvernd
Upplýsingar sem skráðar eru í gegnum Sinna markaðstorgið eru unnar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Öll vinnsla persónuupplýsinga á grundvelli skilmála þessara, þar með talin söfnun, skráning, notkun og miðlun, fer fram í samræmi við ákvæði laganna. 
Í tengslum við veitingu þjónustunnar er Dineout nauðsynlegt að vinna með upplýsingar tengdar notendum þjónustunnar sem teljast til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga, s.s. upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang, samskiptaupplýsingar og reikningsupplýsingar. Kemur Dineout fram sem ábyrgðaraðili í skilningi persónuverndarlaga í tengslum við framangreinda vinnslu. 
Viðkomandi samstarfsaðili kemur fram sem sjálfstæður ábyrgðaraðili varðandi þá vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram í tengslum við bókun á þjónustu viðkomandi samstarfsaðila í gegnum Sinna markaðstorgið. Um þá vinnslu gilda viðeigandi skilmálar viðkomandi samstarfsaðila.
Um vinnslu Sinna og Dineout á persónuupplýsingum sem ábyrgðaraðili er að öðru leyti fjallað í Persónuverndarstefnu Sinna, sem aðgengileg er á sinna.is.
8. Tæknilegt aðgengi og truflanir
Markaðstorgið Sinna er hýst og rekið af Dineout. Aðgengi að markaðstorginu getur tímabundið verið takmarkað eða það óaðgengilegt vegna nauðsynlegs viðhalds, kerfisuppfærslna eða ófyrirséðra atvika. Dineout leitast við að tryggja hámarks aðgengi og stöðugan rekstur markaðstorgsins og gerir sitt besta til að lágmarka allar truflanir. Tilkynningar um fyrirhugað viðhald og uppfærslur verða sendar notendum með fyrirvara þegar það á við. Hvorki Sinna né Dineout ber ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem kann að hljótast af tímabundnu óaðgengi eða truflunum á markaðstorginu.
9. Breytingar á skilmálum
Sinna og Dineout áskilja sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Slíkar breytingar taka gildi um leið og þær eru birtar. Nýjustu skilmálar eru ávallt aðgengilegir á dineout.is og gilda þeir um alla notkun þjónustunnar frá birtingu þeirra. Með áframhaldandi notkun á þjónustunni eða aðgangi að síðunni samþykkir þú uppfærða skilmála.
10. Bótakrafa
Með notkun á markaðstorgi Sinna samþykkir þú að halda Sinna, Dineout, eigendum þeirra, stjórnendum og starfsmönnum skaðlausum gagnvart öllum kröfum, ábyrgð, tjóni, kostnaði og útgjöldum, sem kunna að leiða af eða tengjast notkun á markaðstorginu.
11. Ýmislegt
Verði einhver ákvæði þessara skilmála talin ólögleg, ógild eða óframkvæmanleg samkvæmt gildandi lögum, skal það ekki hafa áhrif á gildi og framkvæmanleika annarra ákvæða.
Ef einhver ákvæði eða réttindi sem Dineout eða Sinna njóta samkvæmt íslenskum lögum eða reglum hafa ekki verið sérstaklega tilgreind í þessum skilmálum, telst það hvorki afsal þeirra réttinda né takmörkun á réttarstöðu þeirra. Öll slík réttindi og vernd gilda áfram óskert.
12. Gildandi lög og lögsaga
Með því að nota markaðstorgið samþykkir þú þessa skilmála og allar aðgerðir sem kunna að leiða af þeim, þar á meðal afgreiðslu á deilumálum eða kröfum sem kunna að rísa vegna eða í tengslum við notkun markaðstorgsins. Öll slík mál skulu sæta íslenskum lögum og verða rekin fyrir íslenskum dómstólum.
Dineout áskilur sér jafnframt rétt til að höfða mál vegna brota á þessum skilmálum fyrir dómstólum í þeirri lögsögu þar sem brotamaður er staðsettur.
English version
Terms of Use – Sinna Marketplace
1. General
Sinna is a marketplace operated by Dineout ehf., ID no. 460217-0910, Katrínartún 1, 105 Reykjavík (hereafter "Dineout"). The Sinna marketplace is designed to connect users with independently operating service providers or sellers of goods in the fields of health, beauty, and wellness (hereafter referred to as "partners"). The platform enables users to book appointments, purchase gift cards, redeem offers, and buy products from independent providers in the aforementioned fields.
By using Sinna’s services, including booking services or purchasing products through the marketplace, you accept these terms and acknowledge that Dineout solely operates the platform and acts only as an intermediary. Dineout is responsible for providing a functional and secure platform that enables users to find and book services, and to facilitate communication and transactions between users and partners. A contract for the purchase of a product or service is always formed directly between the user and the relevant partner. Dineout is neither the seller of the product nor the provider of the service listed on the platform.
Partners bear sole and full responsibility for the products and services they offer, including their quality, content, execution, and delivery. Questions, complaints, or disputes regarding purchased goods or services must be directed to the relevant partner.
If you do not accept these booking terms, or any other applicable documents or limitations associated with using the platform, you are not permitted to use it.
2. Contractual Relationship and Responsibility
When you book an appointment or purchase a product through the Sinna marketplace, a direct contractual relationship is formed between you and the relevant partner. Neither Sinna nor Dineout is a party to that agreement and bears no responsibility for the execution or performance of that contract.
The partner bears full responsibility, including for the following:
- The quality, performance, and safety of the product or service.
- Proper delivery and provision of information regarding the product or service.
- Terms related to cancellations, changes, refunds, or other contract modifications.
3. Gift Cards and Discounts
Gift cards available through the Sinna marketplace are issued by the respective partner. The same applies to discounts and offers, they are provided under the sole responsibility and discretion of the partner making the offer.
Neither Sinna nor Dineout assumes responsibility for the validity, fulfillment, or use of such gift cards or discounts. If a partner closes, goes bankrupt, or fails to deliver the product or service for any reason, Sinna and Dineout are not liable for refunds, compensation, or remedies.
4. Product Sale Through the Sinna Marketplace
Partners may also sell physical products via the Sinna platform. In such cases, it is emphasized that Sinna and Dineout function solely as digital intermediaries, providing a marketplace that connects users with independent service providers and sellers. As Sinna and Dineout do not participate in the transactions themselves, nor handle payments on behalf of the sellers or service providers, they bear no responsibility for the following:
- The products sold through the marketplace.
- Product information, images, or descriptions.
- Delivery, delivery times, or disruptions in delivery.
- Defects, damage, or dissatisfaction with purchased products.
- Refunds, exchanges, or customer service relating to product purchases.
Sinna and Dineout do not guarantee the quality, safety, or legality of any product or service offered, nor any matters arising from communication or contractual arrangements between you and a partner.
If you are aware of illegal services and/or goods being offered for sale on the Sinna platform, or if you have received such products, you should report it along with information about the seller/service provider and the product so the appropriate action can be taken.
5. Responsibilities of Partners
Each partner on the Sinna marketplace operates their own environment within the platform where consumers purchase products or services directly from that partner. Partners who use the Sinna marketplace to sell services or products are fully responsible for the following within their own environment on the platform:
- Access control and data security within their environment on the marketplace.
- Handling of sensitive personal data in accordance with the Data Protection Act No. 90/2018.
- Ensuring that all marketing and e-commerce activities are lawful and professional.
- Fulfilling all contractual obligations toward customers, whether for services or product sales.
Sinna and Dineout is responsible for the security of the platform’s information system and infrastructure in accordance with Act No. 78/2019 on the Security of Network and Information Systems of Essential Infrastructure, cf. Article 2(2) of the Act. However, partners are responsible for using the service in a secure and lawful manner, and for ensuring that marketing communications, online commerce, and the fulfilment of obligations towards customers comply with applicable laws.
6. Marketing Communications and Contact Information
When you book, order, or use a service or purchase a product through the Sinna marketplace, Sinna and the partner you book with or purchase from are permitted to use your email address for marketing purposes, such as sending offers or promotional material.
Sinna and the partners you have transacted with are permitted to send you service-related reminders or notifications via email. By checking specific boxes during bookings through the Sinna marketplace, you give your consent to the following:
- Sinna and partners you have transacted with are allowed to send you service-related reminders or notifications via SMS, such as information about bookings, deliveries, or other important updates.
- Sinna and the respective partner may send you marketing materials via SMS, such as offers and promotions related to their services or products, etc.
You can unsubscribe from these communications at any time and at no cost. To unsubscribe from emails, simply click the unsubscribe link at the bottom of any email message. To opt out of text messages, follow the instructions provided in the message. You may also contact Dineout or the respective partner directly to request removal from email or SMS marketing lists.
Dineout, Sinna, and the respective partner are individually responsible for ensuring that all marketing communications comply with applicable laws and regulations, including the Icelandic Data Protection Act No. 90/2018 and the Electronic Communications Act No. 70/2022.
7. Data Protection
Information recorded through the Sinna marketplace is processed in accordance with Act No. 90/2018 on Data Protection and the Processing of Personal Data (“the Data Protection Act”). All processing of personal data under these terms, including collection, registration, use, and disclosure, is carried out in accordance with the provisions of the Data Protection Act.
In connection with the provision of the service, Dineout is required to process personal data related to users of the service as defined under the Data Protection Act, such as name, ID number, address, contact details, and billing information. Dineout acts as the data controller for the processing in accordance with the Data Protection Act.
The respective partner acts as an independent data controller for the processing of personal data related to bookings of that partner’s services made through the Sinna marketplace. The relevant partner’s own applicable terms govern this processing. All other processing of personal data for which Sinna and Dineout are considered data controller is addressed in Sinna’s Privacy Policy, available at sinna.is.
8. Technical Availability and Interruptions
The platform is hosted and operated by Dineout. Access to the Sinna marketplace may be temporarily limited or unavailable due to necessary maintenance, system updates, or unforeseen events. Dineout strives to ensure maximum availability and stable operation of the platform and will make every reasonable effort to minimize any disruptions.
Advance notice of planned maintenance or updates will be provided to users where applicable. Neither Sinna nor Dineout is liable for any direct or indirect loss or damage resulting from temporary unavailability or interruptions of the marketplace.
9. Changes to Terms
Sinne and Dineout reserve the right to modify these terms at any time. Such changes take effect immediately upon publication. The most recent version of the terms is always available at sinna.is and applies to all use of the platform from the time of publication. By continuing to use the service or access the site, you agree to the updated terms.
10. Indemnifications
By using the Sinna marketplace, you agree to indemnify and hold harmless Sinna, Dineout, their owners, directors, and employees from and against all claims, liabilities, damages, losses, costs, and expenses arising out of or related to your use of the marketplace.
11. Miscellaneous
If any provision of these terms is found to be illegal, invalid, or unenforceable under applicable law, that shall not affect the validity or enforceability of the remaining provisions.
Any rights or protections granted to Dineout or Sinna under Icelandic law or regulation that are not expressly stated in these terms shall not be considered waived or limited. All such rights remain fully in force.
12.Governing Law and Jurisdiction
By using the marketplace, you accept these terms and any legal consequences that may arise from them, including disputes or claims related to your use of the platform. All such matters shall be governed by Icelandic law and shall be submitted to the jurisdiction of Icelandic courts.
Dineout also reserves the right to initiate legal proceedings for violations of these terms in the jurisdiction where the violating party is located.